Konudagur, páskar og sumar

Eins og flestir vita þá er konudagurinn á næsta leiti og erum við undirbúin undir það. Fyrir þann dag verðum við með hortensíur og auðvitað túlípana í öllum litum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við sitjum nú ekki auðum höndum eftir það, því páskarnir fylgja mjög fljótlega í kjölfarið og bíða túlípanarnir spenntir eftir því að verða gulir 🙂 Við erum líka farin að undirbúa sumarið og ekki seinna vænna 🙂

Scroll to top