Gróðrarstöðin á afmæli

Gróðrarstöðin Ártangi er 35 ára í ár og við ætlum að halda upp á það með okkar árlega opna degi sem að þessu sinni verður haldinn 29. maí n.k. Eins og síðastliðin ár ætlar Bragginn Studio að bjóða upp á ýmiskonar góðgæti úr kryddjurtunum okkar. G.K. Bakarí ætlar að bjóða upp á nýbakað brauð af bestu gerð og til að gera góðan dag enn betri þá verða þau hjá Kjörís með leyniglaðning J  Hver veit svo nema það mæti leynigestur á svæðið J Komið og njótið afmælisdagsins með okkur, sumarblómin, kryddjurtirnar, ljúf stemmning og góða skapið verður á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur!

Scroll to top