Baunir

Þessi tiltekna kryddjurt er einær og lifir í mörgum hornum veraldarinnar. Egyptar hafa upplýsingar um að baunaplöntur hafa vaxið villtar u.þ.b. 4800-4400 árum f.k. en voru ekki algengar til átu fyrr en í kringum 17. öld.
Baunir geta verið grænar, gular og mjög sjaldan fjólubláar. Baunir vaxa best í 13-18 °C og vilja helst vera í skugga og á svölum stað. Við réttar aðstæður nær plantan mestum vexti um 60 dögum eftir gróðursetningu. Þær eru klifurplöntur og ná að klífa í 1-2 m hæð. Baunasekkirnir koma úr blómi og í hverjum sekk eru u.þ.b. 8-12 baunir. Best er að setja plöntuna út á sumrin og þá í gott skjól frá sólinni. Á veturna er best að hafa plöntuna á köldum stað þar sem ekki er mikil sól.
Baunir eru rosalega góðar beint af plöntunni. Margir sjóða baunirnar og setja smjör út á en svo eru þær líka notaðar mikið í pottrétti eða í núðlurétti. Einnig er hægt að nota blöðin af plöntunni og eru þau mjög góð í salat eða bara sem snakk.
Scroll to top