Kerfill

Kerfill er upprunninn á milli Svartahafs og Kaspiahafs og voru það Rómverjar sem dreifðu honum um mest alla evrópu. Kerfill á mjög auðvelt uppvaxtar í görðum á Íslandi í góðu skjóli. Kerfill er mikið notaður í mat og lyf, góður fyrir meltinguna og líka til að lækka blóðþrýsting.
Plantan verður 40-70 cm að hæð með tenntum laufum sem geta verið krulluð. Blómin eru 2,5-5 cm í þvermál. Kerfill er með mjúkt lakkrísbragð.
Kerfill er góður á fuglakjöt, sjávarfang, rótargrænmeti, súpur og sósur.
Scroll to top