Salatsellerý

Salatsellerý eða laufsellerý kemur frá austur Asíu. Laufsellerý er sennilega elsta afbrigði af sellerý í heiminum.
Salatsellerý verður um 30-45 cm að hæð. Stilkarnir eru þynnri en á venjulegu sellerý, og mynda hálfgert rör frá mold upp í lauf og þar með notar maður laufið einnig í matargerð. Það er hægt að hafa salatsellerý utandyra en sé það haft inni skal það vera í björtum glugga og vökvast í skálina hvern dag með áburði.
Það er notað alveg eins og venjulegt sellerý í súpur, pottrétti og salat.
Scroll to top