Rauð basilika

Líka kölluð Dark opal basil. Hún er framræktað afbrigði af venjulegu basilikunni og kom fyrst fram árið 1950 í USA. Blöð hennar eru egglaga og safarík en örlítið þynnri en á venjulegri basiliku. Hún er sætari á bragðið og skemmtilegur litur sem fylgir henni.
Rauða basilikan þolir ekki suðu og því er best að nota hana ferska í salatið eða með ostinum. Hún er líka mjög góð einfaldlega sem snakk. Rauðu basilikuna þarf að vökva í skálina einusinni á dag og þá gjarnan með áburði.
Scroll to top