Dill

Dill er einær planta og er upprunnin í Evrópu og Asíu en þar eru bæði laufin og fræin notuð sem krydd. Dill verður allt að 60 cm á hæð með holum stönglum sem bera mjúk blöðin sem verða allt að 20 cm á lengd. Breidd blaðanna er um 1-2 mm. Blómin eru gul eða hvít. Oft er unnin olía úr plöntunni sem þá er einkum notuð í framleiðslu á sápum.
Dill er mjög gott í fisk- og kjúklingarétti. Það er notað t.d. til að grafa lax eða kjöt og svo er það einnig notað í kryddsmjör eða með sýrðum rjóma í bakaðar kartöflur. Í Danmörku eru soðnar kartöflur með dilli mjög algengur réttur og í Póllandi er dillið notað í gúrkusúpu. Einnig er það mikið notað í skraut.
Dill getur vaxið utandyra á Íslandi á sumrin og því mjög gott að hafa það í matjurtargarðinum en á veturna er best að hafa það í glugga og vökva í skálina annan hvern dag með áburði.
Scroll to top