Bakaðar kartöflur með timjan og sesamfræum
500 g bökunarkartöflur, ca. 5 stk
ögn af ólífuolíu
salt, pipar,
timjan, sesamfræ
Bökunarkartöflur eru skrældar.
Skerið lítillega af einni hliðinni svo kartaflan rúlli ekki út um allt
Skerið niður í hálfa kartöflu með 2 mm millibili
Sett á bökunarplötu og penslað með olíu. Kryddið með salti, pipar og t.d. sesamfræjum, timjan eða öðrum góðum kryddum. Reynið að fletta rifunum aðeins opnum svo kryddið fari á milli laga í kartöflunni.
Bakið við 170°C í 25 – 30 mín.
Þetta er smart meðlæti með öllum mat.
Ef vill má skræla kartöflurnar aðeins þykkar og steikja hýðið sem nasl.