Graslaukur

Graslaukur á heimkynni í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Graslaukur hefur verið notaður í um 5000 ár. Jurtina er auðvelt að hafa í garðinum hjá sérog hún er mikið notuð í lyf og matargerð um allan heim.
Graslaukur er fjölær planta sem getur orðið um 30-50 cm á hæð og um 2-3 mm á þykkt. Stilkarnir eru holir að innan og með mjúka áferð nema rétt áður en þeir bera blóm, þá virðast þeir stinnari. Hann vex í þéttum hnapp utan um ræturnar. Blómið er stjörnulaga með sex blöðum u.þ.b. 1-2 cm breitt og vex í hnapp af 10-30 blómum saman. Á Íslandi blómstrar Graslaukurinn í júní/júlí.
Graslaukur er notaður í marga svína-, nauta-, fugla- og fiskrétti. Graslaukur er líka mjög góður í heitar og kaldar sósur og salöt en í salatið er einnig gott að nota blómin.


islensk-tomatsupa-med-timian-og-rosmarin

Scroll to top