Oreganó

Oreganó eða Kjarrmynta á uppruna sinn í vestur- og suðvestur Evrópu allt að Miðjarðarhafi. Rómverjar plöntuðu oreganó á grafir í þeirri trú að plantan veitti hinum látnu gleði.
Oreganó er tvíær jurt sem verður 20-80 cm há með um 1-4 cm löng lauf sem standa mót hvort öðru. Blöðin eru ólivugræn en blómin eru fjólublá, 3-4mm í þvermál. Oreganó þolir allnokkurn kulda en lifir ekki alltaf veturinn.
Oreganó er að mestu notað í ítalskri matargerð í pasta, á pizzur, kjötrétti, fiskrétti og grillað grænmeti. Það er gott í kryddolíur og einnig notað í ilmvötn.
Scroll to top