Skógsúra

Skógsúra er algeng í Norður Ameríku og Evrópu og vex mjög gjarnan í skógarbotnum. Hún er oft gefin sem gjöf á St. Patricks degi því hún er svo lík smáranum og telst því vera heillamerki. Hún er einnig notuð í matargerð og í lyf.
Skógsúra er fjölær, harðgerð og hálfskuggþolin. Hún verður um 20-40 cm há. Blöðin minna á þriggjalaufa smára en blómin eru gul og einnig mjög góð á bragðið.  Hún lifir vel úti en þó þarf að gæta þess að ræturnar frjósi ekki. Sé hún höfð inni skal hún vökvast í skálina hvern dag með áburði.
Skógsúran er mjög góð í salat, kryddolíur, kaldar sósur, súpur, pottrétti og á kjötið og fiskinn.
Scroll to top