Mynta

Mynta er fjölær planta sem á auðvelt uppvaxtar allstaðar í heiminum. Hún dreifir sér auðveldlega með rótarskotum. Henni líður best í skugga. Til eru u.þ.b. 13-18 mismunandi tegundir af myntu.
Mynta getur orðið allt 10-120 cm á hæð.  Laufin geta verið allt frá dökkgrænum niður í ljósgrá og frá fjólubláum til ljósgulra. Blómin geta verið hvít eða  fjólublá. Hún þarf skjól og góða birtu, og sé hún höfð inni verður hún að vera í björtum glugga og vökvast í skálina hvern dag með áburði.
Mynta er mikið notuð í sælgæti og eftirrétti. Hún er mjög góð í fisk- og kjúklingarétti og með svína- og lambakjöti. Hún er frábær í marineringu, sósur og búst. Hún gegnir aðalhlutverki í uppáhaldsdrykk margra sem er Mojito.


kryddjurtasalsa
mojito

Scroll to top