Balsam plómutómatar með tagliatelle

6-8 plómutómatar, þroskaðir
4 msk ólífuolía
1 tsk sykur, helst hrásykur
nýmalaður pipar
salt
1 msk basilíka
balsamedik
300 g pasta, t.d. tagliatelle
hnefafylli af íslensku klettasalati

Ofninn hitaður í 140°C. Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Dálítilli olíu dreift í eldfast mót og tómötunum raðað í það (hýðið látið snúa niður). Svolitlum sykri dreift yfir, tómatarnir kryddaðir með pipar, salti og basilíku, og síðan er balsamedikinu ýrti yfir ásamt afganginum af olíunni. Sett í ofninn og bakað í 45-60 mínútur, eða þar til tómatarnir eru hálfþurrir og unaðslega bragðmiklir. Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, hellt í sigti og síðan hvolft í skál eða á fat. Olíunni af tómötunum ýrt yfir og klettasalatinu blandað saman við. Tómötunum raðað ofan á.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Scroll to top