Klettasalat

Upprunni klettasalats kemur frá Miðjarðarhafinu eða allt frá Marokkó og Portúgal til Sýrlands, Líbanon og Tyrklands til forna. Rómverjar töldu plöntuna kynörvandi. Ræktun í stórum stíl hófst ekki fyrr en á 10. áratug 20. aldar, og þá einkum á Ítalíu. Blöðin eru bragðmikil með beiskum keim og innihalda mikið af járni og C-vítamíni.
Klettasalat er fjölært og getur orðið allt að 20-100 cm hátt. Blómin eru 2-4 cm í þvermál og eru einnig mjög góð á bragðið. Hægt er að rækta klettasalat úti á Íslandi en þá í sólríkum, skjólgóðum görðum. Sé það haft inni skal það vera í björtum glugga og vökvast í skálina með áburði á hverjum degi.
Klettasalat er að mestu borðað hrátt í salat en er hægt að setja það á pizzu (síðast, eftir að pizzan kemur úr ofninum) og svo eru líka margir sem setja það í pestó í staðin fyrir Basiliku. Á Ítalíu er klettasalat soðið með pastanu sem krydd, og ennfremur er það notað í vínframleiðslu í Nepal.


http://artangi.is/index.php/balsam-plomutomatar-med-tagliatelle/

Scroll to top