Sítrónutimían

Sítrónutimían er líkt og venjulegt Timían upprunið í Evrópu, norður Afríku og Asíu. Talið er að sítrónutimían hafi fundist í upphafi 19. aldar eða um 1811.
Sítrónutimían verður um 20-40 cm hátt og um 30 cm í ummál, og lítur svolítið út eins og lítil þúfa. Blöðin eru ljósgræn og sporöskjulaga allt frá 4-20mm að lengd. Blómin geta verið bleik eða lavender-blá og eru algert góðgæti fyrir hunangsflugur og fiðrildi.
Notkun sítrónutimíans er mjög svipuð og á venjulegu timían. Það er gott á kjöt, fisk, fuglakjöt, grænmetisrétti, súpur, heitar og kaldar sósur, kryddolíur og í te.
Scroll to top