Estragon

Einnig þekkt sem Tarragon eða Fáfnisgras. Estragon á heimkynni í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Jurtin er mikið notuð í matargerð og í lyf og er sögð verndandi og róandi.
Estragon er fjölær planta sem getur orðið um 120-150 cm há, með oddmjó blöð sem eru um 2-8 cm löng og 2-10 mm breið. Blómin eru gul og geta orðið 2-4 mm í þvermál. Estragon þolir að vera úti á sumrin á Íslandi og er mjög gott að rækta í matjurtargarðinum. Sé það haft inni skal það vera í björtum glugga og vökvast í skálina annanhvern dag með áburði.
Estragon er aðallega notað í Béarnaise sósu en það er einnig notað í kjúklinga-, fisk- og eggjarétti. Ennfremur hefur það stundum verið notað í kolsýrða drykki og eftirrétti.
Scroll to top