Grískur karsi

Grískur karsi eða Garðakarsi vex að mestu í Englandi, Frakklandi, Hollandi og Skandinavíu. Líkt og aðrar týpur af karsa þarf þessi planta mikla vökvun. Grískur karsi er bragðmeiri og hefur sterkari ilm en vatnakarsi og getur minnt svolítið á pipargras eða sinnepsgras.
Grískur karsi nær allt að 60 cm hæð og blómin verða 2 mm í þvermál í litlum þyrpingum. Venjulega er mesta uppskeran við 5-13 cm hæð eða um tveimur vikum eftir að þeim er sáð.
Karsinn er notaður í súpur, samlokur og salöt. Hann er líka mjög góður á samlokur með soðnum eggjum.
Scroll to top