Basilika

Uppruni basiliku er á Indlandi þar sem afbrigði hennar kallast tulsi og tengist Visnú, einum af þremur meginguðum hindúatrúar. Forn-Egyptar notuðu plöntuna til forna en Grikkir og Rómverjar tengdu hana dauða og sorg. Á Krít var basilíka tákn um ást í meinum.
Basilika er einær planta sem nær allt að 60 cm hæð. Blöðin eru egglaga og safarík og eru u.þ.b. 3-11 cm löng og 1-6 cm breið. Basilika þolir illa kulda og vind og því best að rækta hana innandyra á Íslandi. Basilika er ágæt við kvefi, höfuðverk og sem flugnafæla en er eftirsótt af flestum tegundum blaðlúsa.
Basilikan er góð með osti og tómötum, í pestó, í salatið, í pottréttinn og eftirréttinn. Hún þolir illa suðu og því gjarnan sett í rétti rétt áður en þeir eru bornir fram til að viðhalda bragðinu. Basilika þarf mikla birtu og hita og skal ætíð vökvast í skálina (undirvökva) einusinni á dag og þá gjarnan með áburði.


balsam-plomutomatar-med-tagliatelle
basil-dressing
pesto

Scroll to top