Dverg basilika

Dverg basilika finnst aðallega í suðaustur Asiu. Hún er örlítið bragðmeiri en venjuleg basilika og þolir örlítið meiri suðu. Í suðaustur Asíu er dverg basilika notuð í karrýrétti nema í Thailandi en þar er hún notuð í núðlurétti og marga kjúklinga-, svína- og sjávarrétti.
Dverg basilikan er með minni og mjórri blöð, blöðin vaxa heldur þéttar og mynda hálfgerða kúlu og hún getur orðið u.þ.b. 45 cm á hæð. Ekki er gott að hún blómstri því þá verða blöðin bitur á bragðið svo gott er að klípa blómin af.
Rétt eins og venjuleg basilika þarf dverg basilikan mikla birtu og hita og skal ætíð vökvast í skálina einusinni á dag og þá gjarnan með áburði.
Scroll to top