Sinnepskál

Er kálplanta sem kemur að mestu frá Asíu. Hún vill að mestu vera í hita og skjóli. Í mörgum löndum er hún notuð í allskonar lækningar, hrekja burt moskító og sumir segja að ef maður leggur blað af kálinu á ennið á sér þá minkar það höfuðverk, svo fátt eitt sé nefnt.
Sinnepskál verður u.þ.b. 30-60 cm hátt. Blöðin geta orðið allt að 15-30 cm löng og eru þau með mjúku sinnepsbragði.
Sinnepskál er mjög gott í salat og með pasta.
Scroll to top