Rósmarín

Upprunni rósmaríns er frá Miðjarðarhafinu og því líður best í hlýju umhverfi. Rósmarín er einær planta á Íslandi því hún þolir illa veturinn. Forn-Grikkir trúa því að rósmarín sé tákn tryggðar og það er því ofið í brúðarvendi og brennt sem reykelsi. Á miðöldum var plantan notuð sem jólaskraut í Evrópu. Rósmarín er sagt örva minni og hugsun.
Rósmarín getur náð 1,5m hæð. Laufin minna á barrnálar, um 2-4 cm löng og um 2-5 mm breið. Laufin eru græn að ofan og hvít að neðan með litlum „hárum“. Plönturnar blómstra á vorin og eru blómin hvít, bleik, fjólublá eða dökkblá.
Rósmarín er notað með flestu kjöti, á fiskinn, með kartöflum eða rótargrænmeti. Það er einnig mikið notað í te og í bæði krydd- og nuddolíur.


islensk-tomatsupa-med-timian-og-rosmarin
kryddjurtasalsa

Scroll to top