Salvía

Salvía á uppruna sinn í Mexikó. Salvía vex í skjólgóðum björtum görðum. Salvía hefur verið notuð mikið til lækninga, í kjarnaolíur, reykelsi og ilmblöndur. Hún getur verið notuð til að hreinsa burt illa anda. Keltar trúðu því að jurtin hefði það mikinn mátt að hún gæti reist menn frá dauðum.
Salvía er sígræn og fjölær og getur lifað mörg ár ef hún fær vetrarskjól. Plantan getur orðið yfir 1 m á hæð og blöðin geta orðið 10-30 cm löng. Blómin vaxa í spíral, 6 blóm saman, sem getur orðið 30 cm á hæð. Þau eru hvít í ljósfjólubláum bikar.
Salvía er að mestu notuð í fuglarétti t.a.m. í fyllingar, Hún er mjög góð með öllu kjöti og í pottrétti.


kryddjurtasalsa

Scroll to top