Kóríander

Kóríander er einær jurt sem kemur frá stöðum sem spanna suður Evrópu, norður Afríku til suðvestur Asíu. Öll plantan er æt en að mestu eru blöðin og fræin notuð í matargerð.
Blöðin eru safarík með svolítið beisku sítrónu/lime bragði. Plantan er mjúk og getur orðið 50 cm  á hæð. Blöðin eru breytileg í formi en í meginatriðum eru þau djúptennt og slétt og verða fjaðurlagaðri því hærra sem þau ná á blómstilknum. Blómin eru hvít eða ljósbleik og vaxa mörg saman í hnapp. Krónublöðin sem vísa út úr hringnum eru 5-6mm en þau sem vísa inn í hringinn eru 1-3 mm. Kóríander er hægt að hafa úti hjá sér á sumrin. Sé það haft inni skal það vera í björtum glugga og vökvast í skálina hvern dag með áburði.
Kóríander er mikið notað í heitar og kaldar sósur og karrý rétti. Kóríander þolir alveg suðu en er einnig mjög gott hrátt.


koriander-dressing
kryddjurtasalsa

Scroll to top