Rauð súra

Líkt og græn súra er þetta afbrigði af hundasúru. Hún er ekki eins algeng en vex þó á mörgum stöðum og sumstaðar álitin illgresi.
Rauð súra er fjölær. Hún er með lime-grænum blöðum með rauðum æðum. Hún verður ekki hávaxin eða um 30 cm á hæð. Hún þarf mikið ljós og mikla vökvun. Betra er að setja hana niður utan dyra en sé hún höfð inni skal hún vökvast í skálina hvern dag með áburði.
Í Asíu er hún oft notuð soðin í súpu, í sósu með fiski eða kjúkling eða til að vefja utan um fisk eða kjöt. Mjög góð í salat, kaldar sósur og kryddolíur.
Scroll to top