Sítrónumelissa

Sítrónumelissa er upprunninn frá forn- Grikkjum og forn- Rómverjum. Sítrónumelissan var að mestu notuð af grasalæknum, vísindamönnum og þeim sem stunduðu gullgerðarlist. Paracelsus hélt því fram að hún væri töfraefni; “the elixir of life”.
Plantan verður allt að 70-150 cm með mildu sítrónubragði. Sítrónumelissan er fjölær ef hún fær gott vetrarskjól en hún þarf mikla birtu, og sé hún höfð inni vill hún vera í björtum glugga og vökvast í skálina á hverjum degi með áburði.
Blöðin eru notuð í ilmkjarnaolíur, sápur, kryddolíur, te, eftirrétti, kjötrétti og í salatið.
Scroll to top