Sítrónuverbena

Sítrónuverbena er upprunnin í suður Ameriku og var flutt til Evrópu með spánverjum og portúgölum á 17 öld.
Sítrónuverbena er hitabeltisplanta sem getur orðið allt að 2-3 m á hæð. Laufblöðin eru 8 cm löng, þau eru lítilega hörð viðkomu og gefa frá sér sterka sítrónulykt þegar þau eru marin. Blómin eru lítil, hvít eða fjólublá. Hún þolir illa kulda og fellir laufin við 0°C.
Sítrónuverbena er notuð í fisk- og svínarétti, grænmetis marineringar, salöt dressingar, sultu og eftirrétti. Hún er líka mjög góð í te og sorbet.
Scroll to top