Steinselja

Steinselja á sér langa sögu en talið er að hún sé upprunin í Grikklandi og Italíu. Grikkir notuðu hana til að skreyta grafir hina látnu en Rómverjar notuðu hana til að minnka lykt af áfengi og til að laga meltingu. Sumstaðar á miðöldum var talið að steinselja væri galdrajurt og að þeir sem áttu fræ til að sá henni hefðu ferðast sjö sinnum til heljar og til baka aftur til að ná í það, svo margir þorðu ekki að rækta hana.
Steinselja er tvíær og  getur orðið 50-90 cm á hæð. Hver blaðstöngull getur orðið 10-25 cm langur og laufin eru um 3-10 cm löng. Á fyrsta ári er hún fallega græn með mikið af laufi en á öðru ári blómgast hún og ber fræ. Steinseljan vill mikla birtu og vökvun og sé hún höfð inni þarf hún að vökvast í skálina á hverjum degi með áburði.
Steinselja er mikið notuð um allan heim og er mjög góð í kryddolíur, á kjötið , fiskinn, með fuglakjöti, í pasta, súpur, heitar og kaldar sósur, í salat og búst. Einnig er hún mikið notuð til skrauts.
Scroll to top