Timían
Timían er upprunið að mestu í Evrópu, norður Afríku og Asíu. Forn Grikkir notuðu Timían í böðin sín og sem reykelsi til að efla hugrekki. Margir trúðu því að ef riddari væri með timíanblöð í hnappagati sínu þá myndi það færa honum hugrekki. Timían hefur líka verið lagt á kistur í jarðarförum til að tryggja að hin látni fari örugglega óhindrað í næsta líf.
Timían er fjölært og verður um 40 cm hátt og um 30 cm í ummál, lítur svolítið út eins og lítil þúfa. Blöðin eru sporöskjulaga um 4-20 mm að lengd og grá-græn að lit. Blómin eru lítil og nett með þrjú krónublöð og geta verið gul, hvít eða fjólublá. Timían þarf mikla birtu og góðan raka. Sé það haft inni skal það vökvast í skálina hvern dag með áburði.
Timían er mikið notað í ilmkjarnaolíur, á kjöt, fisk, fuglakjöt, grænmetisrétti, súpur, sósur, kryddolíur og í te.
bakadar-kartoflur-med-timjan-og-sesamfraeum
islensk-tomatsupa-med-timian-og-rosmarin
kryddjurtasalsa