Sumarið er tíminn

Ágætu viðskiptavinir. Þessir merku tímar hafa haft áhrif allt í kring um okkur en við höfum haldið okkar striki í framleiðslu kryddjurta og sumarblóma. Við höfum tekið þá ákvörðun að opna sumarverslunina hjá okkur 16. maí n.k. kl 10:00 Það verður ekki alveg með sama sniði eins og hefur verið undanfarin ár því við þurfum […]

Konudagur, páskar og sumar

Eins og flestir vita þá er konudagurinn á næsta leiti og erum við undirbúin undir það. Fyrir þann dag verðum við með hortensíur og auðvitað túlípana í öllum litum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við sitjum nú ekki auðum höndum eftir það, því páskarnir fylgja mjög fljótlega í kjölfarið og bíða […]

Gleðileg jól

Jólin nálgast og allt á fullu í undirbúningi og þessvegna langar okkur að minna á vörurnar okkar. Við erum með ýmislegt fyrir jólin þ.m.t. jólastjörnur, túlípana, hýasintur og amarillis til að gefa jólum og áramótum lit. Ekki má gleyma kryddjurtunum okkar sem gefur jólum og áramótum ferskt bragð. Við þökkum viðskiptin á árinu og óskum […]

Borg í Sveit

Núna 1. júní verður haldið hið árlega Borg í Sveit og ætlum við að bjóða uppá snittur með pestó og vöfflur með rjóma. Sumarblómasalan okkar verður auðvitað opin. Hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi 🙂

Sumarblómasalan okkar

Nú höfum við opnað sumarblómasöluna okkar og verður hún opin til 20. júlí. Opið verður alla daga í júní frá 10:00-16:00 en lokað á sunnudögum í júlí. Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi og með gleði í hjarta

Scroll to top